María Sigrún Hilmarsdóttir, fréttamaður Ríkisútvarpsins, átti snarpa frétt um stöðuna í Sjálfstæðisflokknum áður en Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra upplýsti formlega að hann ætlaði í slaginn við Bjarna Benediktsson um formannsstólinn í Sjálfstæðisflokknum. Ólafur Arnarsson, blaðamaður Fréttablaðsins, brást ókvæða við og skrifaði grein um að María Sigrún væri á bandi Bjarna, innmúruð í flokknum, og hefði brotið gegn hlutleysi og ætti að gjalda fyrir það.
Þessi greining Ólafs á Maríu Sigrúnu á sér væntanlega rætur í því að hún er í ástarsambandi við Tómas Má Sigurðsson, ekkil Ólafar Nordal, fyrrverandi varaformanns Sjálfstæðisflokksins og náins samherja Bjarna. Engin persónuleg tenging er á milli Maríu Sigrúnar og formanns Sjálfstæðisflokksins. Ólafur er því uppvís að því að pönkast á Maríu Sigrúnu og gera lítið úr henni með því að heimfæra skoðanir og stöðu ástmanns hennar upp á hana sjálfa. Víst er að innan Fréttablaðsins er lítil ánægja með skrif af þessu tagi …