Kristrún Frostadóttir, leiðtogi Samfylkingar í Reykjavík, hefur mátt þola dylgjur og jafnvel óhróður frá Mogganum og fleirum á vinstri vængnum sem óttast meira en flest annað þá hylli sem hún nýtur. Kristrún býr yfir afburðaþekkingu á efnhagsmálum og hefur þess utan kjörþokka. Einn helsti efnahagssérfræðingur Sjálfstæðisflokksins er Óli Björn Kárason alþingismaður. Þau mættust í útvarpsþætti, síðdegis í gær, þar sem Kristrún fór á kostum og flengdi Óla Björn með rökum. Reyndar vekur það athygli hve skarpur Óli er á efnahagsmál þjóðarinnar og þá ekkki síst í því ljósi að hann hefur staðið í einkarekstri sem endaði með skelfingu; oftar en einu sinni: Sjálfstæðisflokkurinn metur þá reynslu greinilega mikils því hann var gerður að formanni efnhags- og viðskiptanefndar …