Óvissa hefur verið um hríð varðandi áform Óla Björns Kárasonar alþingismanns um framboð í haust. Óli Björn er sagður þreyttur á áhrifaleysi sínu innan Sjálfstæðisflokksins en hann er einn þeirra miðaldra karla sem ekki hafa fengið ráðherrastól þrátt fyrir einlægan vilja til þess. Hermt var að Óli Björn vildi jafnvel færa sig frá Reykjaneskjördæmi, þar sem hann dinglar fjarri forystusæti, og gefa kost á sér í oddvitaskarð Kristjáns Þórs Júlíussonar í Norðausturkjördæmi þar sem kona hans á rætur. Óli Björn þykir vera djúphugsandi hægripólitíkus en á að baki afar sársaukafulla sögu í viðskiptum. Nú hefur hann tekið af skarið og óskar eftir 2. sæti í Kraganum þar sem hin vinsæla Bryndís Haraldsdóttir er við fótskör Bjarna Benediktssonar formanns og leiðtoga kjördæmisins. Óljóst er hvaða fylgi Óli Björn hefur til áframhaldandi þingmennsku …