Það var mikið um dýrðir þegar Vísir.is kynnti viðskiptavef sinn, Innherja, til leiks. Hörður Ægisson, fráfarandi viðskiptaritstjóri Fréttablaðsins, og Ólöf Skaftadóttir, fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins, fengu það hlutverk að leiða hinn nýja vef auk þess að vera með eignarhlut.
Innherji hefur ekki náð að skáka samkeppnismiðlum á borð við Kjarnann og Viðskiptablaðið og flugið er minna en væntingar stóðu til. Nú herma heimildir að Ólöf sé horfin á braut. Hún er þó enn skráð sem blaðamaður á Vísi. Hún þykir um margt vera eldklár og hennar bíða örugglega stór tækifæri. Hún er mágkona Hildar Björnsdóttur, leiðtoga Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og náinn samherji hennar …