Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.1 C
Reykjavik

Ómar vildi 13 milljónir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mörgum brá í brún þegar upplýst var hver kostnaður lögmanna var í hnífamálinu sem kennt er við Bankastræti Club. Verjendur hinna sakfelldu tóku í sinn hlut 123 milljónir króna í þessu máli sem er hið fjölmennasta í réttarsögunni.

Stærsta skerfinn, 7,8 milljónir króna, hlaut Ómar Valdimarsson verjandi hnífamannsins Alexanders Mána sem var dæmdur í sex ára fangelsi fyrir ofbeldið á barnum. Uppnám varð í réttarhöldunum þegar skjólstæðingur Ómars breytti framburði sínum og dró að hluta til baka játningu sína þegar komið var að því að taka málið í dóm.

Ómar hafði krafist þess að fá sem nemur tæpum 14 milljónum króna fyrir vinnu sína. Hann lagði fram vinnuskýrslu og staðfestingu hnífamannsins sem átti að sína fram á vinnu í málinu í tæplega 600 klukkutíma. Dómara í málinu þótti þetta fráleitt uppgjör og bíræfið og skar kröfuna niður í tæpar 8 milljónir króna. Ómar, sem er mjög umdeildur og með skrautlega sögu að baki, situr eftir með sárt ennið …

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -