Lögmaðurinn, rithöfundurinn og frístundabóndinn Óskar Magnússon er lítið hrifinn af frambjóðendumum þremur í biskupskjörinu. Þau Guðmundur Karl Brynjarsson, Elínborg Sturludóttir og Guðrún Karls Helgudóttir slást nú um embættið og vilja verða arftakar hinnar umdeildu Agnesar Sigurðardóttir sem hættir í sumar.
Óskar hefur lengi setið á kirkjuþingi og verið gagnrýninn á störf Agnesar. Ekki er að merkja hrifningu hanns á þeim þremur sem eru í kjöri ef marka má færslu hans á Facebook.
„Það eru vonbrigði að enginn þessara ágætu frambjóðenda skuli geta talað blaðlaust í tíu mínútur,“ skrifaði Óskar og uppskar nokkur andmæli í athugasemdum þar sem einhverjir töldu það engan sérstakan mannkost að geta talað blaðlaust. Flestir vonast til þess að friður komist á innan kirkjunnar við brotthvarf Agnesar og tilkomu unýs biskups …