Það getur stundum verið erfitt að vera með miklar væntingar á herðum sér og vita flestir íþróttaáhugamenn um marga íþróttamenn sem áttu framtíðina fyrir sér sem varð svo lítið úr. Stundum gerist þetta einnig í stjórnmálum og þarf ekki leita langt aftur í tímann til að finna fréttaskrif um örlög „krónprins Framsóknar“ Björn Inga Hrafnsson.
Óttast fólk innan sama flokks í dag að Magnea Gná Jóhannsdóttir hljóti svipuð örlög en hún er yngsti borgarfulltrúi í sögu Reykjavíkur. Ljóst er að slíkt gerist ekki fyrir heppni og veit fólk sem stendur henni næst hversu dugleg hún getur verið. Sá dugnaður virðist þó ekki hafa skilað sér inn í borgarstjórn þar sem hún hefur verið svo gott sem ósýnileg á kjörtímabilinu að mati samherja og andstæðinga.
Þá hefur borgarfulltrúinn skapað sér mikla gremju starfsmanna á skóla- og frístundasviði borgarinnar með því að samþykkja vanhugsaðan og óþarfa niðurskurð til félagsmiðstöðva í Reykjavík en Magnea starfaði um tíma í félagsmiðstöð og þekkir vel mikilvægi þeirra. Þá hjálpa svik Framsóknarflokksins í skólamálum Laugardals henni ekki á neinn máta hjá sama hópi …