Engum dylst að einungis er tímaspursmál hvenær ríkisstjórn Samfylkingar, Flokks fólksins og Viðreisnar verður að veruleika. Lagt er upp með að forsætisráðuneytið falli í skaut Kristrúnar Frostafóttur og fjármálin verði á hendi Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur. Víst er að Inga Sæland mun sækja fast þau áhrif sem duga henni til að standa við hluta þess kosningaloforðs hennar að snarbæta kjör hinna lægstlaunuðu og taka upp nýtt húsnæðiskerfi í þágu þeirra sem erfiðast eiga uppdráttar.
Hefðin gerir ráð fyrir að utanríkismálaráðuneytið verði eitt þriggja aðalráðuneyta í samstarfi flokka. Inga hefir sagt opinberlega að hún vilji ekki sjá það ráðuneyti. Mikil áhætta fylgir því að setja Ingu í fjármálin. Óttinn er sá að hún verði of örlát við þá sem ekki ná endum saman.
Valkyrjum er sá vandi á höndum að setja undir Ingu boðlegan ráðherrastól. Þar koma velferðarmálin sterk inn og má reikna með að félagsmálin og innviðaráðuneytið fari til Ingu gegn því að stjórnarsáttmálinn tryggi að loforðin til fátækra haldi vatni. Framundan gæti verið veisla fyrir á verst settu í samfélaginu …