Páll Magnússon, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, gaf það út í dag að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri í haust. Þessi tíðindi komu nokkuð á óvart því áður hafði hann lýsti yfir því að hann myndi sækjast eftir endurkjöri. Vandinn er hins vegar sá að lítill vilji er hjá Sjálfstæðismönnum í Eyjum að hafa hann áfram. Páll hefur verið hallur undir klofningsframboð Írisar Róbertsdóttur bæjarstjóra og telst hafa lagt sitt lóð á þær vogarskálar sem dugði til þess að fella meirihluta Sjálfstæðisflokksins í Eyjum. Þá hefur hann þótt vera atkvæðalítill á þingi. Nú segir Páll að hann hafi ákveðið þetta vegna þess að neistann vanti til að halda áfram. Hið rétta er að bakland hans er í ljósum logum og hann hefur ekki stuðning …