Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.3 C
Reykjavik

Pálmi harðorður um þátttöku Íslands í Eurovison á næsta ári: „Að selja skrattanum sálu sína“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Að selja skrattanum sálu sína. Þetta kom uppí huga mér þegar ég las um þá ákvörðun RÚV að taka þátt í Söngvakeppni Evrópskra Sjónvarpsstöðva með tilheyrandi útskýringum og afsökunum,“ skrifar Pálmi Gunnarsson, tónlistarmaður og fyrsti keppandi Íslands í Eurovision, á Facebook vegna þeirrar ákvörðunar Ríkisútvarpsins að taka þátt í keppninni í Sviss á næsta ári. Ísraelsmenn, sem fá að keppa í Eurovision, eru af mörgum fordæmdir vegna stríðsins á Gaza þar sem tugþúsundir saklausra borgara hafa verið drepnir. Krafa hefur verið uppi um að Ísland sniðgangi keppnina vegna þess sem kallað hefur verið þjóðarmorð.

Pálmi lýsir furðu sinni á þeirri skýringu stjórnenda RÚV að Eurovision sé „uppspretta gleði og ánægju hjá stórum hluta þjóðarinnar og vettvangur dýrmætra samverustunda fjölskyldna um land allt“.

Hann spyr hvort þá sé ekki rétt að fá Benjamin Netanyahu, forseta Ísralels. til að taka sæti í dómnefnd Íslands.

Benjamin Netanyahu

„Er ekki ráð að fá BíBí í dómnefnd. Hann gæti komið með fjölluna með sér,“ skrifar Pálmi.

Annar Eurovisonkeppandi, Friðrik Ómar Hjörleifsson, andmælir Pálma í athugasemd og telur að vissulega sé keppnin uppspretta gleði og ánægju. Hann sér ekkert athugavert við að fara í keppnina.
„Það er akkúrat ekkert rangt við það að Söngvakeppni Evrópskra Sjónvarpsstöðva sé uppspretta gleði og dýrmætra samverustunda fjölskyldna um allt land er staðreynd. Engu logið,“ skrifar hann.

Rússland bannað

Fjölmargir taka undir með Pálma í athugasemdum og Friðrik Ómar fær einnig nokkurn stuðning við sinn málstað.

- Auglýsing -

Helen María Ólafsdóttir bendir á tvískinnung þeirra sem stjórna keppninni. Það hafi eyðilagt Eurovison.
„Að banna Rússland en ekki Ísrael er viðbjóðslegur tvískinningur. Ef þeir ætla að fá aftur gleðina í þessa keppni þá verður að vísa Ísrael á dyr,“ skrifaði hún í athugasemd.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -