Harka er að færast í starfsmannamál hjá Ríkisútvarpinu. Í síðustu viku var hópi starfsmanna sagt upp. Þeirra á meðal voru fréttamennirnir Pálmi Jónasson, Jóhann Hlíðar Harðarson og Úlla Árdal. Félag fréttamanna mótmælti uppsögnunum og þá sérstaklega að fréttamanni sem átti í launadeilu vegna yfirvinnu hefði verið sagt upp. Stundin upplýsti að sá væri Pálmi Jónasson, sem starfað hefur hjá Ríkisútvarpinu í aldarfjórðung. Víst er að Pálmi verður ekki á flæðiskeri staddur þótt honum hafi verið ýtt frá ríkisjötunni en hann er metsöluhöfundur frá fornu fari þegar hann skrifaði meðal annars bókina, Íslenskir auðmenn um íslenska auðkýfinga og rokseldi …