Gott gengi Miðflokksins í skoðanakönnunum hefur ekki framhjá neinum sem fylgist með íslenskum stjórnmálum. Hægt er skrifa velgengnina nánast eingöngu á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann flokksins, en hann hefur náð til margra kjósenda með loforðum um harða stefnu í málefnum flóttamanna og óljósu tali um að Ísland sé bezt í heimi.
Sigmundur þarf þó að passa sig á að hrekja ekki fólk frá sér með þjáningarsögum sínum um Wintris- og Klaustursmálin og láta eins og píslarvottur. Lítill sómi sé í slíku. Það var þó það sem forsætisráðherrann fyrrverandi bauð upp á í löngu viðtali við Heimi Má Pétursson á Vísi.
Hið ímyndaða samsæri Sigmundar mun ekki laða að sér fleiri kjósendur og haldi hann áfram að minnast á það mun það gera lítið annað en minna kjósendur á að Sigmundur var um tíma óvinsælasti stjórnmálamaður landsins og það oftar en einu sinni …