- Auglýsing -
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var gerð afturreka með reglugerð sína um sóttkvíarhótel. Sú aðferð að svipta fólk frelsi og loka inni á hótelherbergi hélt ekki, samkvæmt dómi undirréttar í gær. Sigríður Andersen, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, hafði gagnrýnt þessa aðferð harðlega eins og reyndar annað sem snýr að hömulítilli forsjárhyggju, en Svandís gaf sig ekki og fullyrti að allt þetta stæðist lög. Nú situr hún uppi með sitt stærsta pólitíska áfall en það mun væntanlega ekki hafa neinar afleiðingar fremur en önnur afglöp stjórnmálamanna á Íslandi …