Þórunn Sveinbjarnardóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra, er tilbúin til að fara í framboð fyrir Samfylkinguna í Suðvesturkjördæmi. Þórunn sat á þingi fyrir Samfylkinguna á árunum 2009 til 2011. Líklegt er að Þórunn vilji verða leiðtogi flokksins í kjördæminu en þar er fyrir á fleti Guðmundur Andri Thorsson alþingismaður sem ekki þykir hafa markað djúp spor á ferli sínum. Þá hefur Rósa Brynjólfsdóttir alþingismaður gert tilkall eftir leiðtogasætinu. Rósa er brotthlaupinn þingmaður VG sem ekki gat hugsað sér að styðja Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn. Heyrst hefur að Guðmundur Andri hafi látið berast inn í reykfyllt bakherbergi uppstillingarnefndar að hann geti hugsað sér að taka annað sætið á listanum. Þar með stendur slagurinn á millli Rósu, sem er átakasækin, og Þórunnar sem þykir samvinnufús og jafnvel mannasættir. Pólitísk framtíð Rósu er undir …