Guðlaugur Þór Þórðarsson, al.ingismaður Sjálfstæðisflokksins, heyktist á þvi að taka formannsslag í Sjálfstæðisflokknum öðru sinni. Eins og greint hafði verið frá á þessum vettvangi var eiginkona hans, Ágústa Johnson, anddvíg því að hann tæki slaginn við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur sem virðist vera á sigurbraut.
Innan úr myrkviðum flokksins heyrist að Guðlaugur sé með ráðherraveikina sem er skilgreining á þeim sem glímir við depurð eftir að hafa fallið af ráðherrastóli. Hermt er að Guðlaugur hafi ekki endilega hugsað sér að sitja á Alþingi næstu árin sem óbreyttur þingmaður. Hann sé þegar farinn að plana að gerast leiðtogi Sjálfstæðismenna í Reykjavík og hafi sett stefnuna á borgarstjórastólinn.
Guðlaugur var lengi sigursæll í pólitík. Hann lagði Björn Bjarnason, einn innsta kopp í búri flokksins, á sínum tíma í prófkjöri. Barátta þeirra árið 2007 var hatrömm og sakaði Björn Guðlaug Þór um að vera handbendi Baugsmanna gegn sér, með vísan í himinháa styrki sem Guðlaugur þáði í kosningabaráttu sinni. Sigurinn á Birni markaði upphaf endaloka Björns í pólitík. Fáir grétu fall hans.
Stærsta tap Guðlaugs fram að þessu er að hafa lotið í gras fyrir Bjarna Benediktssyni í formannslag. Þar munaði þó ekki miklu að honum tækist að fella sitjandi formann.
Guðlaugur er til alls vís ef svo fer að hann taki slaginn í borginni vorið 2026 …