Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-3.4 C
Reykjavik

Ómar vill gráta

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögmaðurinn Ómar Valdimarsson er í miklum vanda. Mál á hendur honum hrannast upp hjá Úrskurðarnefnd Lögmannafélagsins og hann gæti misst réttindi sín til að stunda lögmannsstörf. Hann hefur verið úrskurðaður sekur um brot í starfi og einnig verið dæmdur fyrir að hafa fé af skjólstæðingi sínum, konu sem slasaðist. Seinna var hann sakfelldur af Neytendastofu fyrir að hlunnfara flugfarþega sem fyrirtæki hans ætlaði að sækja bætur fyrir.

Ómar stóð í stríði við Sigríði Hjaltsested dómara vegna málsvarnalauna sinna í máli sem kennt er við Bankastræti club þar sem hann var verjandi Alexanders Mána Björnssonar, sem dæmdur var í sex ára fangelsi fyrir tilraunir til manndráps. Sigríður héraðsdómari taldi að 7,8 milljónir til handa Ómari væru hæfileg málsvarnarlaun en Ómar hafði krafist þess að fá um 11 milljónir króna fyrir viðvik sín í þágu Alexanders. Ómar hegðaði sér dólgslega í framhaldi úrskurðarins. Þessu til viðbótar krafðist Ómar þess í óþökk skjólstæðings að málið færi fyrir Hæstarétt.

Ómar birti í gær grein á Vísi þar sem hann setti sig í hlutverk fórnarlambs og kvaðst vera við það að fara að gráta. Hann úthúðaði Úrskurðarnefnd lögmanna og uppnefndi nefndina Úrskurðargraut lögmanna og segist eiga von á einni, tveimur eða jafnvel þremur áminningum frá nefndinni. Vanstilling Ómars var augljós. Pistlinum var eytt af Vísi en blaðamenn DV höfðu haldið greininni til haga og birtu valda kafla.

Ómar segir áminningarnar sem hann hefur fengið orðnar fleiri en hann geti talið og fyrir „ýmiskonar misalvarleg brot gegn lögum um fínilögmenn eða siðareglum fínilögmanna.“

„Mér til varnar er ég bara ósköp venjulegur götustrákur úr Kópavoginum í jakkafötum, nokkurs konar götulögmaður, sem nennir ekki að þykjast vera neitt annað en hann er,“ skrifaði Ómar.

DV vitnar í Ómar sem segir að svo virðist sem það sé orðið markmið hjá úrskurðarnefndinni að tugta hann aðeins til „svo tryggt sé að ég sé ekki að hía á fínilögmennina eða benda almúganum á það að keisarinn er ekki í fötum“.

- Auglýsing -

Hermt að að gauragangurinn í Ómari sé einskonar nauðvörn vegna þess að hann sé á barmi þess að missa réttindi sín vegna afglapa og alvarlega brota gagnvart skjólstæðingum.

Á endanum kann svo að fara að hann eigi sér þá einu vörn að sækja sér læknisvottorð og lýsa því yfir að hann hafi ekki verið með sjálfum sér þegar hann framdi brotin …

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -