Sunnudagur 19. janúar, 2025
0.9 C
Reykjavik

Reykfyllt bakherbergi Símans

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eigendur Símans, með Orra Hauksson forstjóra í framlínunni, eru á góðri leið með að selja útlendingum dreifikerfið sem er undir Mílu ehf. með gífurlegum gróða. Þar með ætti íslenska þjóðin ekki þá mikilvægu innviði sem felast í fjarskiptakerfinu.

Undarleg þögn er um málið á meðal stjórnmálamanna ef litið er til þess að allt ætlaði um koll að keyra þegar til stóð að selja Kínverjanum Huang Nubo  jörðina Grímsstaði á Fjöllum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, ert sá eini sem uppi hefur varnaðarorð vegna sölunnar fyrirhuguðu sem fer fram í reykfylltu bakherbergi Símans. „Þegar ákveðið var að stjórnvöld myndu styðja við ljósleiðaravæðingu landsins gerðum við það ekki til að svo væri hægt að selja allt kerfið til útlanda. Engin þróuð þjóð vill missa eigið fjarskiptakerfi og upplýsingarnar sem um það flæða úr landi,“ skrifaði Sigmundur Davíð. Sumir eru hæstánægðir með að þessi angi af auðlindum Íslands verði seldur með gróða að sjónarmið. Ekki er ólíklegt að andstaða við áform eigenda Símans eigi eftir að vaxa …

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -