Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Ríkidæmi Hildar og Valhöll skelfur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ólga er innan Sjálfstæðisflokksins vegna niðurstöðunnar í prófjöri flokksins um liðna helgi. Listinn, með Hildi Björnsdóttur, í forystusætinu þykir ólíklegur til að vinna sigra í vor. Þá ferð það fyrir brjóst eldri sjálfstæðismanna og þeirra íhaldssamari að Hildur og maður hennar, Jón Skaftason, eru í vinfengi við höfuðfjanda flokksins, Jón Ásgeir Jóhannesson athafnamann og eiga í samvinnu um eignarhald á Skeljungi og fleira.

Hildur hefur reyndar verið nokkuð stolt af því að vera nýrík og hafa mikið umleikis. Þannig bauð hún Sindra Sindrasyni, sjónvarpsmanni á Stöð 2, í heimsókn til sín á Einimel þar sem hjónin hafa skverað upp hús sitt fyrir allt að 250 milljónir króna. Sindri fékk að sýna þjóðinni gull Hildar og gersemirnar sem venjulegt fólk á meðallaunum getur aðeins látið sig dreyma um að eignast. Hermt er að Valhöll leiki á reiðiskjálfi og fæstir hafi trú á framboðinu. Hildur er þó allt eins líkleg til að komast til áhrifa. Þar skiptir ekki minnstu að hún er sveigjanleg í samningum og talin eiga samleið með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra í málum sem snúa að borgarlínu og fleiru ….

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -