Ein furðulegasta uppákoman í kosningabaráttunni birtist í ferðalagi Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur sem skolaði inn á Alþingi með Vinstri-grænum á sínum tíma. Rósa varð einn af villiköttum VG. Hún gerði loksins uppreisn gegn Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og sagði sig úr flokknum árið 2020 vegna ósættis með ríkisstjórnarsamstarf VG, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins.
Rósa hefur allar götur síðan gengið með þingmanninn í maganum. Hún gekk til liðs við Samfylkinguna á sínum tíma og fór í framboð en hlaut ekki brautargengi og hefur setið sem varaþingmaður.
Katrín, hennar gamli leiðtogi, rétti henni vænan bitling í mars á þessu ári og réði hana á vafasömum forsendum sem sérfræðing í alþjóðaviðskiptum í forsætisráðuneytinu. Þar náðust sögulegar sættir stríðandi kvenna.
Rósa Björk hefur enn og aftur söðlað um og snýr nú aftur heim í rústir VG sem mælist ítrekað með fylgi sem er langt undir nauðsyn. Hún er komin í hring og situr í öðru sæti á lista flokksins í Reykjavík norður og getur vænst þess með mikilli heppni að ná varaþingsæti.
Rósa Björk þykir um margt vera eldklár en glímir við pólitíska lausung sem birtist kjósendum í flokkaflakki hennar …