Í miðju volæði Sjálfstæðisflokksins vegna yfirvofandi fylgishruns í Reykjavík brýst sólin skyndilega fram í Hafnarfirði. Skoðanakönnun Fréttablaðsins leiðir í ljós að Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri heldur sínu fylgi og flokkurinn fær 34 prósent. Þetta er væntanlega léttir fyrir Bjarna Benediktsson formann sem getur skellt skuldinni á Hildi Björnsdóttur leiðtoga ef illa fer í Reykjavík en varnarsigur vinnst í Hafnarfirði.
Samfylkingin er þó áfram á háflugi með Guðmund Árna Stefánsson sem leiðtoga og fengi 31 prósent. Vondu fréttirnar fyrir Rósu eru þær að meirihluti hennar og Framsókanrflokksins fellur. Nú er komin upp sú staða að tveir turnar takast á um líkt og á blómatíma Samfylkingarinnar. Það er háspenna í Hafnarfirði …