Stöð 2 er að stíga stórt skref með því að læsa fréttatímanum fyrir öðrum en áskrifendum eftir að þeir hafa verið opnir frá upphafi sjónvarpsstöðvarinnar. Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri miðla Sýnar, kynnti ákvörðun fyriirtækisins og lýsti því af sannfæringarkrafti að þetta yrði gæfuspor þar sem áskrifendum myndi fjölga. Einhver gæti sagt að hann fái þá sorg í sælu breytt. Þórhallur er reyndar óragur við að framkvæma óvinsælar ákvarðanir. Sem dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins rak hann leikarann Randver þorláksson frá Spaugstofunni í sparnaðarskyni og í óþökk félaga Randvers. Þetta varð gríðarlega umdeilt en Þórhallur lét sér fátt um finnast ….