Það fæst úr því skorið um helgina hvort Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, eða Vanda Sigurgeirsdóttir, forseti KSÍ, verði kjörin forseti Knatttspyrnusambands Íslands. Eins og staðan er núna er Sævar talinn hafa yfirhöndina með litlum mun þó. Stuðningsmenn Vöndu halda því mjög á lofti að nauðsynlegt sé að kjósa konu og Sævari beri því að hafna á grundvelli þess. Bæði eru þau talin heiðarleg og ekki er vitað um nein lík í lestinni. Vanda hefurt það helst á móti sér að eiga erfitt með taka á erfiðum málum. Vanda er afrekskona á sviði íþrótta en Sævar hefur lengst af sínum starfsferli starfað innan íþróttahreyfingarinnar og getið sér gott orð. Gárungarnir segja að helsti vandi Sævars sé að hann er ekki kona …