Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, á ekki sjö dagana sæla. Uppnám er í flokknum á Akureyri eftir að þrjár konur í forystusveit hans sökuðu oddvita flokksins, Brynjólf Ingvarsson og Jón Hjaltason varabæjarfulltrúa um andlegt ofbeldi og kynferðislega áreitni. Ein kvennanna, Málfríður Þórðardóttur, varamaður Brynjólfs, mun hafa yfirgefið fund, þar sem leita átti sátta, grátandi af óljósum ástæðum. Eftir því sem næst er komist er kjarni málsins fólginn í bréfi karlanna þar sem fjallað var um meintan yfirgang kvennanna og þeim líst með óvægnum hætti. Þá kemur við sögu hjartakvilli Brynjólfs og yfirlýsingar um að hann ætlaði að hætta eða fara í veikindaleyfi.
Inga Sæland er þekkt fyrir að taka fast á málum innan flokksins. Þar stendur upp úr þegar hún rak Klausturkarlana og þingmennina Ólaf Ísleifsson og Karl Gauta Hjaltason úr flokknum og markaði þannig endalok skammvinns ferils þeirra í stjórnmálum.
En vandinn á Akureyri virðist stærri. Nú hafa Brynjófur oddviti og Jón varamaður ákveðið að krefjast lögreglurannsóknar á þessum ásökunum kvennanna. Enginn friður er í sjónmáli á vígstöðvunum fyrir norðan og Inga hefur enn ekki fundið leiðina til að höggva á hnútinn. Framundan er krísufundur á Akureyri þar sem reynt verður að sætta samherjana …