Samherji með Þorstein Má Baldvinsson við stjórnvölinn glímir við mikinn ímyndarvanda vegna mútumálsins í Namibíu og brask með veiðiheimildir þar. Stjórnendur félagsins hafa reynt endalaust að berja á fréttamönnum Ríkisútvarpsins og véfengja trúverðugleika þeirra með aðstoð manna á borð við Jón Óttar Ólafsson rannsakanda og Þorbjörn Þórðarson, lögfræðings og fyrrverandi fréttamanns. Svo rammt kveður að varnarbaráttunni að félagið hefur lagt heimasíðu sína, samherji.is, að mestu undir slaginn við RÚV. Þá hafa þeir keypt sig inn í auglýsingar, meðal annars á Youtube, til að klekkja á meintum andstæðingum. Nýjasta útspil Samherja er að bjóða til sölu að einhverju marki hlut félagsins í Síldarvinnslunni á Neskaupsstað þar sem félagið er ráðandi aðili. Þorsteinn Már hefur upplýst að þetta geri félagið til að stuðla að sátt í sjávarútveginum. Fórnfýsi hefur brotist fram hjá hinum helgráa her Samherja en sumir telja þó að þarna sé um að ræða undanhald og félagið hyggist rifa seglin í sjávarútvegi …