Föstudagur 25. október, 2024
0.4 C
Reykjavik

„Samúð með höfundum Skaupsins“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Áramótaskaup Sjónvarpsins verður væntanlega á meðl hinna umdeildustu í ár. Viðbrögðin eru ýmist í ökkla eða eyra. Á meðal þeirra harðorðustu er Ágúst Borgþór Sverrisson, rithöfundur og blaðamaður DV, sem gefur höfundum þess, Benedikt Valssyni og Fannari Sveinssyni, falleinkunn. „Ég hef samúð með höfundum skaupsins í ár – þetta var illilega mislukkað,“ skrifar hann á Facebook og uppsker viðbrögð af öllu tagi. Einhverjir eru algjörlega sammála Ágústi en aðrir á öndverðum meiði. „Sveitakona af ástandskynslóð líkti þessu við vatnsþynntan sagógrjónagraut,“ skrifar Snorri Björn.

„Þetta byrjaði rætið og varð síðan blóðugt og náði aldrei fugli né fisk þá slökkti ég á þessu þegar hesturinn sem átti að vera eins og þorskur mætti. Algjörlega húmorslaust. Setti Simpson í og hló mig máttlausan í 20 mínútur,“ skrifar annar.
Jósep nokkur Jósepsson tók í sama streng. „Frægt fólk að sýna sig fyrir framan hvort annað í 35 mínútur án handrits sem getur ekki orðið annað en hörmung en svo kom tvíhöfði og bjargaði síðustu 10 mín,“ skrifar hann.
Aðrir töldu þessar einkunnir fráleitar og töldu að Fannar og Benedikt hefðu skilað af sér hreint frábæru Skaupi. Deilur af þessum toga eru hefðbundnar þegar Ármamótaskaup Sjónvarpins á í hlut og sjaldnast að fólk geti verið sammála …

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -