Borgarfulltrúar í Reykjavík áttu saman góða tíma í lúxusferð til Portland og Seattle í Bandaríkjunum á dögunum. Hópurinn var þarna í óljósum tilgangi boði Reykvíkinga sem greiddu fyrir munaðinn allan. Athygli vekur að jafnt leiðandi flokkar í borgarstjórn sem minnihluti tóku þátt í ferðinni sem kennd var af einhverjum við hópefli. Þarna mátti sjá Einar Þorsteinsson, formann borgarráðs, brosandi út að eyrum að mynda sjálfan sig. Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalista, var með hýrri há í ferðinni góðu. Sjálfstæðismanninum Ragnhildi Öldu Vilhjálmsdóttur bregður fyrir á myndum. Hún uppljómaðist í ferðinni vegna uppgötvana sem hún gerði varðandi útigangsfólk í Portland.
Reykjavíkurborg er í kröggum vegna skuldamála og skortur einkennir þjónustu borgarinnar. Börn komast ekki á leikskóla fyrr en þau nálgast skólaaldur og hreinsun á rusli er í ólestri. Í því ljósi er bruðlið í Bandaríkjunum athyglisvert. Þá er ekki síst merkilegt að allir flokkar tóku þátt í ruglinu. Sundrungin sem venjulega ríkir í borgarstjórn vék fyrir ánægjunni við að gera vel við sig á kostnað annarra …