Greint var frá því fyrr í vikunni að Sara Lind Guðbergsdóttir hafi verið ráðin sem framkvæmdastjóri Climeworks á Íslandi en svissneska fyrirtækið starfrækir lofthreinsiver á Hellisheiði. Kemur þessi ráðning mörgum í opna skjöldu enda höfðu flestir reiknað með að hún yrði sett í gott forstjórastarf hjá ríkinu án auglýsingar eins og venjan hefur verið.
Það verður forvitnilegt að sjá hvernig Söru tekst til að stýra fyrirtækinu en það þykir gífurlega umdeilt og hafa miklar rökræður átt sér stað í vísindaheiminum um gagnsemi þess. Segja margir að um snákaolíu sé að ræða meðan aðrir kalla tæknina byltingu í umhverfismálum.
Þó verður það að teljast nokkuð kaldhæðnislegt að Sara stýri lofthreinsifyrirtæki í ljósi þess að háværar sögur voru sagðar af óþægilegu andrúmslofti á Ríkiskaupum og Orkustofnun meðan hún sat þar við stjórnvölinn …