Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, er á góðri leið með að sameina sitt fólk í verkfallsham. Fyrst eftir að Starfsgreinasambandið gerði sinn samning þótti barátta Sólveigar Önnu fyrir verkfalli vonlítil. Miðlunartillaga Aðalsteins Leifssonar sáttasemjara hefur gjörbreytt stöðunni. Forysta Eflingar er komin með sameiginlegan óvín og það er stemmning meðal félagsmanna um að fara í verkfall. Niðurstaðan í atkvæðagreiðslum bílastjóra og hótelstarfsmanna sýnir svo ekki verður um villst að sterkur verkfallsvilji er til staðar.
Sólveig Anna getur þakkað Aðalsteini frænda sínum þá samstöðu sem er að byggjast upp. Engin leið er að spá fyrir um það sem gerist í framhaldinu. Fari svo að miðlunartillaga verði felld í atkvæðagreiðslu er líf ríkisstjórnarinnar undir. Það hefur verið lenska að setja lög á verkföll, sérsaklega sjómanna, þegar allt fer í hnút. Nær útilokað er að Vinstri-grænir geti samþykkt neitt slíkt þar sem Efling á í hlut. Það yrði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og VG dýrkeypt …