Þriðjudagur 26. nóvember, 2024
-3.7 C
Reykjavik

Sigga látin fjúka

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Einhver vinsælasta útvarpskona landsins, Sigga Lund, var látin fara frá Bylgjunni á dögunum og henni gert að hætta störfum strax. Sigga upplýsti þetta á Facebook. „Minna starfs­krafta er ekki leng­ur óskað,“ sagði hún í færslunni. Sigga er hokin af reynslu og hefur um langt árabil starfað við útvarp við aðdáun og vinsældir hlustenda. Uppljóstranir hennar um sértrúarsöfnuði fyrir margt löngu vöktu verðskuldaða athygli.

Alls var 11 manns sagt upp hjá Sýn í sparnaðarskyni. Önnur þekkt útvarpskona, Valdís Eiríksdóttir, er einnig í þeim pakka og staðfesti hún að sér hefði verið sagt upp eftir níu ára starf hjá fjölmiðlafyrirtækinu. Valdís starfaði undir það síðasta með Heimi Karlssyni í morgunþættinum Bítinu. Vala sagðist hafa ætlað að hætta sjálf þegar uppsögnin barst. „Þið munuð heyra í mér á nýjum vettvangi fljótlega,“ hefur DV eftir henni.

Báðar eru útvarpskonurnar sáttar með að hætta hjá Sýn. Víst er að þeirra bíða ótal tækifæri …

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -