Miðvikudagur 15. janúar, 2025
7.8 C
Reykjavik

Sigmar í skuldavanda

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Athafnamaðurinn Sig­mar Vil­hjálms­son, Simmi Vill,  er að glíma við háar skuldir sem hvíla á fyrirtækjum hans. Hann lýsti því í hlaðvarpi sínu, 70 mínútur, að Covidfaraldurinn hefði sligað fyrirtæki hans sem starfar í veitingageiranum. Hann segir að sumir fari þá leið að skipta um kennitölur en sjálfur hafi hann kosið að borga skuldir sína og því selt raðhús sitt við Kvísl­artungu í Mos­fells­bæ til þess umdeilda leigu­fé­lags, Ölmu. Það fylgir sögunni að hann leigi hús sitt í tvö ár og hafi síðan möguleika á því að kaupa aftur.

Sigmar hefur verið mikið til umræðu í fjölmiðlum vegna sinna mála. Það flaug hátt þegar hann sagðist hafa ákveðið að taka upp bíllausan lífsstíl en lét þess þó ógetið að hann hafði verið sviptur ökuréttindum. Hann gekkst svo fúslega við því í útvarpsviðtali að hann hefði fengið hjálp yfirvalda við að komast á hjólið.

Að frátöldu reiðhjólamálnu dást margir að Sigmari fyrir þá hreinskilni að gangast við sínum málum og grípa til svo sársaukafullra aðgerða að selja heimili sitt. Hann segist einfaldlega standa við skuldir sínar og ekki taka þátt í þeirri þjóðaríþrótt að skipta um kennitölu …

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -