Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, glímir við þá raun að flokkur hans er nánast í öndunarvél ef marka má skoðanakannanir. Hann náði athygli fólks og fjölmiðla á dögunum með undarlegri uppákomu á víðavangi þar sem hann borðaði hrátt kjöthakk á víðavangi. Nú er komið nýtt matartengt útspil frá formanninum sem fékk sér skyr.
„Ég kom við í búð og sá bakka (úr plasti) af skyrdósum með plastskeiðum. Tók auðvitað bakkann og hljóp (að kassanum). Það næsta sem gerðist var að það vildi svo til að á meðan ég var að borða skoðaði ég netið. Þar birtist auglýsing frá Frams.fl. sem gekk út á að pólitískir ansdstæðingar hans væru að gera fólki lífið leitt með því að setja papparör í kókómjólk,“ skrifa hann á Facebook. Nú bíða menn spenntir eftir næsta útspili formannsins …