Kannanir hafa undanfarið sýnt að Framsóknarflokkurinn stendur andspænis fylgishruni og jafnvel gjöreyðingu. Kosningabaráttan er því upp á líf og dauða fyrir Sigurð Inga Jóhannsson formann sem ber þyngsta ábyrgð á því hvernig komið er.
Lengi hefur verið nokkur óyndi innan flokkins. Hluti flokksmanna hefur viljað sjá Lilju Alfreðsdóttur, ráðherra menningar og mennta, í formannsstólnum. Á meðal þeirra sem eru taldir hallir undir Lilju er sjálfur Guðni Ágússson, fyrrverandi formaður, sem er sagður endurspegla sálina í flokknum. Fullyrt er að fáleikar séu á milli formanns og varaformanns og lítill trúnaður.
Sigurður Ingi greip til þess örþrifaráðs að bjóða sig fram í annað sætið á lista flokksins í Suðurkjördæmi og láta Höllu Hrund Logadótttur, fyrrverandi orkumálastjóra, eftir leiðtogasætið. Suðrið er eitt sterkasta kjördæmi flokksins og víst að þar næst inn þingmaður ef flokkurinn deyr ekki á annað borð. Ólíklegt er þó að tveir menn fáist kjörnir. Sigurður gæti því verið fallinn eftir rúma viku.
Sigurður Ingi á því á hættu að falla sem þingmaður og í framhaldinu sem formaður. Lilja er í fallhættu sjálf í Reykjavík og óljóst hver örlög hennar verða og hvort hún eigi þá möguleika á því að taka við formennsku í flokknum …