- Auglýsing -
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, svífur um á bleiku skýi eftir að kjósendur flykktust að baki Framsóknarflokknum og færðu honum stórsigur á silfurfati.
Sigurður Ingi var troðfullur sjálfstrausts í Kastljósi Ríkisútvarpsins. Svör hans um gang í stjórnarmyndunarviðræðum voru loðin og hlykkjótt. En þegar hann var spurður um þann vilja Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis að taka upp harðari samkomutakmarkanir var hann mjög afdráttarlaus um að það væri nóg komið og það dygði að hvetja fólk til að gæta að persónulegum sóttvörnum …