Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, er í slæmum málum eftir að flokkur hans var rasskelltur í kosningunum. Stærstu kanónur flokksins, Lilja Alfreðsdóttir, Willum Þór Þórsson og Ásmundur Einar Daðason féllu af þingi.
Innan flokksins grasserar mikil óánægja með frammistöðu formannsins sem sagður er bera fulla ábyrgð á mislukkaðri kosningabaráttu sem skilaði eyðimörk í Reykjavík. Reiknað er með að hann víki úr embætti á næsta landsfundi flokksins.
Orðrómur er uppi um að hann sé þegar búinn að tryggja sér feitt starf sem ráðgjafi hjá FAO, matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna. Starfið sem um ræðir er það sama og Árni Mathiesen fékk á sínum tíma og gegndi í 10 ár. Hið skondna er að báðir eiga þeir þann bakgrunn að hafa verið dýralæknar og seinna ráðherrar sem fóru í gegnum fylgishrun …