Einn frumlegasti húsbíll landsins er í eigu Sigurðar Bjarka Guðbjartssonar, veitingamanns á Ísafirði. Nokkuð er síðan Sigurður eignaðist líkbíl sem hættur var að gegna hlutverki sínu. Hann nýtti líkbílinn sem húsbíl og ferðaðist um landið á kolsvörtum eðalvagninum og svaf óhræddur í kisturými hans.
Nú hefur líkvagninn fengið enn eitt hlutverkið og er sendibíll fyrir rómaðan veitingastað hans Thai Tawee á Ísafirði. „Það eru margir búnir að spyrja hvort maður sé ekki hræddur að vera á þessu en ég segi bara, það eru góðir andar í bílnum,“ sagði Sigurður Bjarki í samtali við Magnús Hlyn Heiðarsson á Vísi. Ekki liggur fyrir hvort bíllinn verði aftur að húsbíll í sumar en það er talið líklegt …