Umfjöllun Þorsteins J. Vilhjálmssonar fjölmiðlamanns um barnakennarann Skeggja Ásbjarnarson dregur upp skelfilega mynd af manni sem misnotar og beitir börn ofbeldi í áratugum saman. Skeggi starfaði sem kennari við Laugarnesskóla og var athæfi hans þaggað niður, ef marka má vandaða þætti Þorsteins J. í útvarpi og sjónvarpi. Mörg vitni hafa stigið fram og lýst skuggalegu athæfi kennarans sem skaðað líf fjölda ungmenna.
Skeggi naut virðingar og var dáður sem kennari og útvarpsmaður á síðustu öld.Hann er sagður hafa níðst á drengjum kynferðislega en beitt stúlkur harðræði. Algjör þöggun var um mál Skeggja á sínum tíma. Skólayfirvöld fengu tilkynningar um athæfi hans en gerðu ekkert í málum og meint misnotkun hélt áfram.
Það var reyndar Björg Guðrún Gísladóttir sem fyrst vakti athygli á máli Skeggja. Hún er fyrrverandi nemandi í Laugarnesskóla og höfundur bókarinnar Hljóðin í nóttunni. Í bókinni rauf hún áratuga þögn um meint kynferðisbrot Skeggja Ásbjarnarsonar. Einhverjir trúa því ennþá að Skeggi sé saklaus af þeim glæpum sem tilgreindir hafa verið …