Þriðjudagur 26. nóvember, 2024
-3.7 C
Reykjavik

Skúli ekki öreigi lengur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Skúli Mogenesen, stofnandi hins fallna flugfélags Wow, hefur rétt úr kútnum síðan hann setti flugfélag sitt í þrot með gríðarlegum afleiðingum fyrir íslenskt samfélag. Sumir vorkenndu kappanum á þeim erfiðu tímum en aðrir voru reiðir vegna tjónsins.

Skúli var um árabil verið einn mesti spaði viðskiptalífsins, annálaður fyrir að gefast aldrei upp. Nokkru eftir að Wow fór á hausinn lýsti hann því yfir að hann hefði lagt allt sitt undir og ætti ekkert eftur.

En Adam var ekki lengi utan paradísar. Skúli hóf mikla uppbyggingu í Hvammsvík í Hvalfirði þar sem nú eru komin sjóböð og gistiaðstaða. Svo er að sjá sem fyrirtækið skili gróða því Skúli býður þeim milljón krónur sem nær að lyfta grjóti nokkru á lóð hans í Hvammsvík. Að vísu er þetta 170 kílóa steinn sem eflaust er ekki á margra færi að hefja á loft. Tveir léttari steinar eru einnig í boði gegn verðlaunum.

Skúli malar nú gull og býður peninga á báðar hendur og hefur komið sér upp góðri eign í Hvalfirði. Hann er ekki lengur öreigi …

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -