Skúli Mogensen, fyrrverandi eigandi flugfélagsins WOW-air er ekki af baki dottinn eftir að hafa gengið í gegnum eitt stærsta gjaldþrot sögunnar eftir að hafa flogið of nálægt sólinni eins og fuglinn Fönix forðum. Nú hefur hann upplýst að hann er að stofna fyrirtæki um sjóböð í Hvammsvík í Hvalfirði. Foreldrar hans munu vera eigendur. Hugmyndin er af mörgum talin vera afar snjöll og víst talið að markaður sé fyrir slíkan rekstur í grennd við höfuðborgina. Þeir eru margir sem dást að Skúla fyrir að rísa upp aftur undan gjaldþrotinu sem fékk gríðarlega athygli og var honum mikið áfall. Víst er að hann hefur ekki sungið sitt síðasta í viðskiptum …