- Auglýsing -
Nýjasta serían af Ófærð var ekki að slá í gegn hjá þjóðinni eins og sú fyrsta. Margir höfðu allt á hornum sér varðandi þættina sem komu úr smiðju Baltasars Kormáks. Leiklistargagnrýnandinn hvassi, Jón Viðar Jónsson, hætti að horfa eftir fyrsta þátt og hafði fengið nóg. Þá lýsti Gísli Ásgeirsson þýðandi því yfir að þeir hafi verið leiðinlegir. Hermt er að gæðin hafi ráðist af því að undirbúningur hafi verið slakur. Þannig hafi komið fyrir á tökustað að handritið hefði ekki verið tilbúið og leikurum einfaldlega sagt að spinna eitthvað upp til að fylla í götin. Þessi vinnubrögð Baltasars þykja vera slök …