Mánudagur 13. janúar, 2025
1.8 C
Reykjavik

Slökkt á Bjarna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarin misseri. Flokkur hans mælist með fylgi sem er undir fylgi Miðflokksins og langt undir Samfylkingunni sem enn fer með himinskautum. Ofan þetta bætist að stjórnarslit liggja í loftinu eftir að Vinstri-grænir uppgötvuðu nýverið að þeir eru til vinstri og aðhyllast náttúruvernd.

Bjarni hefur sýnilega notið þess að vera forsætisráðherra. Hann hefur verið duglegur að pósa með helstu ráðamönnum heimsins og koma myndefninu á framfæri á landinu bláa.  Einn af hápunktunum á ferli Bjarn a sem forsætisráðherra var sá að flytja ræðu á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna. Þar vildi ekki betur til en svo að hann fór fram yfir þann ræðutíma sem honum var úthlutað og umsvifalaust var slökkt á honum.

Ofan á allt þetta bætist að borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins er í hreinu uppnámi. Hildur Björnsdóttir, leiðtogi flokksins, fylgir Bjarna í borgarlínumálinu en allir aðrir fulltrúar eru á móti henni þar utan þess að Friðjón Friðjónsson borgarfulltrúi hefur enga skoðun. Svo harkalega hefur verið tekist á meðal borgarfulltrúanna að rætt er um nauðsyn þess að Hildur hverfi úr borgarstjórn. Sjálf stendur hún keik og hótar uppljóstrunum um framferði og málflutning borgarfulltrúa sinna. Nú leggjast Bjarnamenn á eitt til að þagga niður í andstæðingum Hildar og þar með nánast öllum borgarstjórnarflokknum.

Margir hafa samúð með Bjarna í þessum aðstæðum sem geta varla endað með öðru en frekara uppnámi og þeirri skelfingu sem fylgishrun er …

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -