Laugardagur 18. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Sögukennari uppnefnir Boga

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Páll Vilhjálmsson, sögukennari við Fjölbrautarskólann í Garðabæ, þykir segja einstaklega frjálslega frá og skeyta lítt um staðreyndir. Hann hefdur verið nánast heltekinnaf því að hópur fréttamanni undir forystu Þóru Arnórsdóttur, ritstjóra Kveiks, hafi gert fyrrverandi eiginkonu Páls Steingrímssonar, skipstjóra og sendiboða Samherja, út í því skyni að byrla honum ólyfjan og ræna síma hans. Páll sögukennari lýsir umræddu fjölmiðlafólki sem glæpamönnum og dregur nánast alla starfsmenn Ríkisútvarpsins inn í þá skilgreiningu. Áður hafði hann hamast á Helga Seljan fyrir að hann værti geðveikur eins og reyndar starfsfélagar hans hjá RÚV.  Ríkisútvarpið stendur við Efstaleiti sem Páll kallar Glæpaleiti.

Nýjasti skotspónn Páls er Bogi Ágústsson, fréttaþulur Ríkisútvarpsins, sem, leyfði sér í samtali við Mannlíf að lýsa andstyggð sinni á framgöngu Samherjamanna gagnvart Helga Seljan fréttamanni. „Líkamsárás/manndrápstilraun með byrlun, gagnastuldur, stafrænt kynferðisofbeldi og brot á friðhelgi einkalífs eru sakargiftir. Ákæra verður að líkindum gefin út öðru hvoru megin við næstu helgi,“ skrifar Páll á bloggi sínu og uppnefnir Boga sem gamla þulu.

Páll starfar við að kenna unglingum sögu og þá væntanlega að innræta þeim  hvernig hún mótast. Mikil andstaða er meðal kennara Fjölbrautarskólans og foreldrar nemenda við að hafa hann í vinnu. Kristinn Þorsteinsson skólameistari hefur aftur á móti stutt dyggilega við bakið á kennara sínum og þannig kvittað upp á málflutning hans og ásakanir á hendur starfsfólks Ríkisútvarpsins um glæpi …

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -