Baráttukonan Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, stendur í mótbyr á ýmsum vígstöðvum. Hún á sér öflugan hóp fylgjenda sem telja hana vera færa um kraftaverk. En svo eru það hinir sem fordæma framgöngu hennar eins og þá sem birtist í fjöldauppsögn hennar á launafólki á skrifstofu Eflingar. Þá hafa margir athugasemdir við aðkomu hennar að þingi ASÍ þar sem hún og hópur félaga hennar yfirgaf þingið með hljóðum.
Sagt er að byltingin éti börnin sín og það myndgerðist á jafnréttisþingi í Hörpu. Sólveig hafði verið fengin til að halda þar erindi um kjör erlendra kvenna. Þegar hún var rétt að hefja ræðu sína reis upp hópur erlendra kvenna með rauð spjöld og gekk út til að mótmæla því að hún, sem hefðiu grafið undan kjörum erlendra kvenna, væri ræðumaður. Sólveig fékk rauða spjaldiö og þar með að bragða á sínum eigin meðulum. En hún gefur sig ekki og svaraði verkalýðnum fullum hálsi og að hætti Donalds Trump. „Fulltrúar skrifstofuvirkisins og háskólamenntaðar millistéttar voru mættar galvaskar á Jafnréttisþing þar sem að mér hafi náðarsamlegast verið boðið að tala fyrir hönd arðrændra láglaunakvenna.“ sagði Sólveig á Facebook og lætur ekki bugast frekar en fyrri daginn …