Bylting Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, er um það bil að verða fullframin ef hún og Ragnar Þór Pétursson, formaður VR, komast í æðstu forystusveit Alþýðusambands Íslands. Sólveig Anna býðst til að verða annar varaforseti við hlið Ragnars Þórs og leiða samtökin sem hún hefur talið vera á villigötum. Í raun eru þau, ásamt Vilhjálmi Birgissyni, verkalýðsleiðtoga á Akranesi, að boða menningabyltingu í sósíalískum anda. Ragnar Þór er þó ekki þekktur fyrir að vera átakasækinn sem formaður, fremur en Vilhjálmur sem ekki á að baki neina sérstaka hörku í samskiptum við stóriðjuna í Hvalfirði eða atvinnurekendur á Akranesi.
Væntanlega er hrollur í mörgum atvinnurekendum, enda hefur Sólveig Anna verið afar herská í orði og með róttækar áherslur í verkalýðsmálum. Hún er því vís til að berjast af hörku og boða hiklaust til verkfallsaðgerða. Efling ræður yfir milljörðum í firnasterkum verkfallssjóði og getur þannig greitt félögum sínum og staðið í átökum mánuðum saman. Sólveig Anna situr því á gulli. Óljóst er þó með bakland hennar þegar á hólminn kemur. Það stendur enginn í verkfalli nam hafa launþegana með sér …