Laugardagur 28. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Sólveig hittir ömmu sína

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gríðarleg harka er komin í átök Eflingar við Samtök fyrirtækja í veitingarekstri, sem eru staðfastlega grunuð um að hafa stofnað sitt eigið verkalýðsfélag, Virðingu, til að hemja launagreiðslur í veitingageiranum. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, er dugleg við að klæða sig í gult vesti til að berja á eigendum þeirra veitingastaða sem ekki fylgja kjarasamningum Eflingar.

Engin leið er til að spá fyrir um niðurstöðu átakanna. Samtök veitingamanna hafa nú í örvæntingu gripið til þess úræðis að kalla inn á völlinn einn umdeildasta lögmann landsins, sjálfan Sigurð G. Guðjónsson, sem hefur tekið til við að hamra á Sólveigu formanni og sakar hana um félagslegt ofbeldi.

Segja má að þarna hafi skrattinn hitt ömmu sína og víst að átök milli Sólveigar og Sigurðar eiga eftir að harðna og það er enginn sálmasöngur í loftinu. Siggi er á nýju skónum, Solla í gulu vesti og það eru að koma jól …

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -