Laugardagur 18. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Sólveig móðgar útlendinga

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, er örugglega stríðsglaðasti verkalýðsforingi landsins. Hún hilar ekki við að berjast við alla þá sem sneiða að henni með einhverjum hætti. Nýjast stríðið er við Eirík Rögnvaldsson, prófesssor í málfræði, sem setti fram með hófstilltum hætti að eðlilegt væri að atvinnurekendur kostuðu námskeið í íslensku fyrir erlent verkafólk. Sólveig brást illa við í fjölmiðlum og taldi að verkalýðhreyfingin hefði annað og þarfara að gera en að standa í slíku. Eiríkur var ekki sáttur með viðbrögð hennar frekar en útlendingar á Íslandi.

„Í dag hefur mér tekist að móðga sárlega prófessor emeritus í íslenskri málfræði, BHM-manninn sem sér ekkert athugavert við aukinn ójöfnuð svo lengi sem að „menntun sé metin til launa“ og Samtök kvenna af erlendum uppruna! Hversvegna? Jú, vegna þess að ég asnaðist til að segja sannleikann eftir að hafa asnast til að svara símhringingu frá fréttamanni. Ég var að skúra, síminn hringdi, “ skrifar hún á Facebook til að útskýra ummæli sín um íslenskunámskeiðin.

Á meðal vinnuveitenda gætir uggs vegna komandi kjaraviðræðna og þá ekki síst samskipta við herskáa Sólveigu Önnu. Sumir fagna því þó að hún standi í átökum vítt og breitt og baráttan fyrir brauðinu víki fyrir skærunum við alla hina. En það eru óneitanlega dökk ský út við sjónarrönd og gæti stefnt í grimmilega baráttu á vinnumarkaði ef Sólveig Anna stendur við stóru orðin …

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -