Miðvikudagur 27. nóvember, 2024
4.7 C
Reykjavik

Sólveig ógnar ríkisstjórn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eftir viðræðuslit í gærkvöld er kominn upp staða sem erfitt verður að leysa. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, er á þeirri harðlínustefnu að mæta skæruhernaði Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, með verkbanni á alla rúmlega 20 þúsund félaga verkalýðsfélagsins sem þá verða launalausir á framfæri Eflingar með gríðarlegum fjárútlátum fyrir félagið. Halldór nýtur stuðnings stjórnar Samtaka sinna við þessa hugmynd sem verður þá að veruleika viku eftir boðun. Efling á raunar digra verkfallssjóði en þeir brenna hratt upp ef allir félagsmenn sækja í sjóðina.

Það hefur verið lenska hjá stjórnvöldum á Íslandi að setja lög á verkföll þegar um erfiðar og illleysanlegar vinnudeilur er að ræða. Vinstri-grænir eiga erfitt með að samþykkja slíka aðgerð gagnvart Eflingarfólki þótt sjálfstæðismenn séu áhugasamir um að berja niður verkfall með þeirri aðgerð. Dragist vinnudeilan á langinn mun skerast í odda meðal ríkisstjórnarflokkanna. Líf ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur gætið hangið á þeim bláþræði, Það er nánast ómögulegt, pólitískt séð, fyrir Katrínu að samþykkja lagasetningu án þess að verða fyrir vantrausti innan frá og enn meira fylgistapi …

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -