Hörðustu andstæðingar Sjálfstæðisflokksins hafa alið þá von í brjósti að Stefán Einar Stefánsson, þáttastjórnandi Morgunblaðsins, yrði næsti formaður Sjálfstæðisflokksins. Stofnuð var síða í hans nafni á samfélagsmiðlum í því skyni að kynna „framboð“ hans.
Stefán er þekktastur fyrir að hafa afgreitt Þórð Snæ Júlíusson út úr stjórnmálum eftir að hafa birti upplýsingar um launsátur hans og langvarandi kvenhatur. Í framhaldinu sagði Þórður sig frá þingsæti Samfylkingar og er nú atvinnulaus. Gengur nú maður undir manns hönd til að útvega Þórði vinnu sem ekki kallar á gott orðspor.
Stefán var um tíma formaður VR en var felldur og fleygt þaðan út eftir að hafa alið á óánægju innan félagsins. Hann þykir ekki vera líklegur til þess að sameina flokk eða félag.
Í yfirlýsingu Stefáns lýsir hann þakklæti sínu til þeirra sem þrýstu á hann. „Sjálfstæðismenn, vítt og breitt um landið, hafa hvatt mig til að íhuga framboð,“ segir hann á Facebook og afþakkar heiðurinn. Svarið er pass …