Sunnudagur 27. október, 2024
-1.8 C
Reykjavik

Steingrímur J. er vonarpeningur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vinstri-grænir glíma þessa dagana við þá örvæntingu sem er fylgifiskur þess að vera án foringja. Við brotthvarf Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra myndaðist tómarúm.  Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður og arftaki formannsins, þykir vera hinn vænsti maður en fjarri því að vera með þá hæfileika sem leiðtogi þarf að hafa í þeim háska sem flokkurinn stendur andspænis. Ný könnun Gallup undirstrikar að flokkurinn er að hverfa af þingi.

Hinn augljósi kostur sem leiðtogi er Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra en hún hefur glímt við veikindi sem taka sinn toll. Enginn veit hvort hún vill eða getur tekið að sér það kraftaverk að bjarga flokknum frá útrýmingu.

Gárungar telja að nú sé eina ráðið sem dugar að kalla stofnanda flokksins, Steingrím J. Sigfússon, aftur til forystu og gera þannig veika tilraun til rústabjörgunnar. Steingrímur er 69 ára og enn í fullu fjöri og talsvert yngri en Donald Trump sem stefnir ótrauður til æðstu metorða, langt genginn í áttrætt. Ekkert liggur fyrir um áhuga Steingríms á því að snúa aftur í ormagryfju íslenskra stjórnmála …

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -