Svandís Svavarsdóttir sjávarútvegsráðherra þótti standa sig með eindæmum vel í hlutverki heilbrigðisráðherra á tímum hafta vegna kórónuveiru. En nú hefur hallað á ógæfuhliðina. Svandís sneri baki við smælingjunum í sjávarútvegi, strandveiðimönnum. Eftir afburðagott sumar og verð í hæstu hæðum var lokað á veiðarnar og smábátar bundnir í höfn á meðan þorskurinn syndir um djúpin, engum til gagns. Þorpin sem áður iðuðu af lífi eru þögnuð. Ævareiðir strandveiðimenn beina spjótum sínum að Vinstri grænum og Svandísi sem sökuð eru um að ganga erinda stórútgerðarinnar í stað þess að leyfa strandveiðimönnum að veiða örfá tonn til viðbótar. Svandíst virðist stefna í í fótspor forvera síns, Kristjáns Þórs Júlíussonar, eins helsta stuðningsmanns Samherja sem lengst af var óvinsælasti ráðherra ríkisstjórnarinnar …