Þriðjudagur 26. nóvember, 2024
2.3 C
Reykjavik

Svandís kokhraust

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Svandís Svavarsdóttir sjávarútvegsráðherra er í vanda eftir að umboðsmaður Alþingis úrskurðaði að hún hefði tvímælalaust brotið lög með þeirri skyndiákvörðun sinni í sumar að banna hvalveiðar.

Sjálfstæðismenn voru ævareiðir í sumar og það hrikti í stjórnarsamstarfinu þegar banninu var skellt á fyrirvaralaust. Nú, þegar fyrir liggur að Svandís braut af sér fara þeir hægar í sakirnar og virðast ekki tilbúnir í uppgjör sem gæti kostað ríkisstjórnina lífið. Óli Björn Kárason, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins sagði við Mannlíf að málið hlyti að hafa einhverjar afleiðingar.

Kristján Loftsson, forstjórik Hvals, er afdráttarlaus í sínum yfirlýsingum. Hann segir að í ljósi niðurstöðunnar muni Hvalur hf. sækja skaðabætur á hendur ríkinu. Það vofir því málsókn yfir Svandísi og himinhá krafa um skaðabætur úrt hendi almennings.

Svandís er sjálf him kokhraustasta og segir niðurstöðuna undirstrika að lögin sé gölluð og hún sem ráðherra þannig fórnarlamb. Enginn bilbugur er á henni og hún ætlar ekki viljug að segja af sér. Árinni kennir ræðarinn. Hún telur vera himinn og haf á milli Íslandsbankamáls Bjarna Benediktssonar og Hvalamálsins. Bjarni „axlaði ábyrgð“ með þeirri afsögn að færa sig milli ráðuneyta.

Þess er nú beðið hvort hitinn undir ráðherrastól Svandísar verði til þess að hún þurfi að skipta um ráðherrastól eða segja af sér embætti. Frekar er þó reiknað með því að sjálfstæðismenn kyssi vöndinn og uni þeirri niðurstöðu ráðherrans að lögin séu gölluð.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -